Thursday, October 25, 2007

Úr öskunni i eldinn!

Já við hlæjum bara að þessum tittlingaskúr!!!
Maður er ekki fyrr kominn frá rigningunni heima þegar maður lendir hér í svoleiðis mígandi rigningu að ég veit ekki lengur í hvorn fótinn ég á að stíga.....ég var svo sniðug að koma bara með eitt skópar með mér og rúsínan í los pulsuendos ég tók enga sokka með....almáttugur hjálpi ekki endilega mér kannski frekar þeim sem standa mér næst.....
Það verður því fátt um ferðir á hina við frægu copacabana og ég efast stórlega að ég muni hitta stúlkuna frá Ipanema hérna á vappi. Ég má því með góðri samvisku kalla þetta sköll í fra Ipanema. Annars eru allir í góðu skapi og við látum ekki króníska skúri á okkur fá. Við erum náttúrulega svo hardcore píur að við köllum ekki allt ömmur okkar. Svo bara á leiðinni í vinnuna. Sándtékk á leiðinni minnir bara á einn góðan sautjánda.......

Bless á meðan

Saturday, October 20, 2007

það er bara svona!!!!

Hvaða sætu stelpur eru þetta??????


ég er bara hérna og þið þarna.....jæja við erum ekki búnar að leggja upp laupana enn þá. Við erum að leggja upp í langferð og ég vúhú er loksins komin með blogg.....sjáumst eftir smá......Koss og knús!!!!!!