Saturday, November 17, 2007

Bara eins og Bítlarnir.....

Ég held að núna vitum við stelpurnar hvernig Bítlunum hafi liðið eftir tónleika. ég hef bara aldrei vitað annað eins. Eftir tónleikana í Chile þá hópaðist múgurinn að okkur. Það var nú eins gott að við vorum í brynvörðum bílum. Nei, annars ég veit ekkert um það. En þvílík fólksmergð safnaðist saman hljóp á eftir bílum um leikvanginn sem við spiluðum á, barði á rúðurnar, jafnvel reyndi að klifra upp á bílinn, allir nota bene með myndavélar. Svo þegar við loksins komumst útúr bílnum í búningsherbergin okkar þá var okkur undrastúlkunum hverri einni og einustu fagnað eins og kvikmyndastjörnum. ÉG vildi að þarna hefði verið rauður dregill. Ætli við fáum ekki smá sýnishorn af frægðinni. Mér fannst allur þessi hávaði, satt best að segja örlítið ógnvekjandi. Fólkið var næstum því búið að kasta sér á bílinn, ekki nóg með það þá komumst við varla áfram því það var svo mikið af fólki að hylla okkur.....

Nuna erum við salírólegar í Kólumbíu með hvít nef....nei djók.....Tónleikar á eftir..................svo langþráð heimferð..........tvær svefnlausar nætur..............get ekki beðið

Thursday, November 8, 2007

Ekki er öll vitleysan eins....
Opið bréf til herra Yamaha...

Kæri mister Yamaha.

Í ljósi þessa að lúðrar okkar brassstallsystra virðast í sífellu verða fyrir skemmdum gætir þú séð af nokkrum lúðrum? Í staðin gætirðu fengið þá svakalegustu auglýsingaherferð í sögu brassara, eins og þessi mynd gefur gott fordæmi um. Ef ekki jæja þá mun ég sýna þér hvar Davíð keypti kókið!

Ófarir og hrakfarir virðast haldast hönd í hönd og koma yfirleitt í stórum hrinum. Öll gleðin bryjaði miðvikudagskvöldið 7. nóvember, hans verður minnst um aldur og ævi. Það voru tónleikar þetta kvöld í Buenos Aires og tíu ungar brassstelpur héldu tónleika með henni Björk vors og blóma. Það gengur oft mikið á á(?) tónleikum og í einum trylltum dansi stígur mín barasta bara ekki á hefti og það færði mér þá gleði að festast á stóru tánni, hægra megin NOTA BENE. (smáatriði eru mjög mikilvæg í þessum heimi)! ég er nú einu sinni hafnfirsk víkingastelpa, svo ég tók bara á honum stóra mínum og tosaði heftið út. Ekki tók betra við þegar um miðbik tónleikanna þá losnaði gormur á mínum ástkæra trompet þannig að nú voru góð ráð dýr. Já ég panikkaði smá en öll er von í óvon svo. ég er sko að tala vatnslosunarventilinn, hann er sem sagt ónýtur. Það var bara handaflið notað og ég með mínar bonzai hendur óneiósvei... varð bara að gjöra svo vel að teygja þér vel í allar áttir. ég kem bara með plástraðan trompet til baka. Á einhver heftir plástur.......HJÁLP!!!!!!AAAAAAAAHHHHHHHH.......

Svo til að bæta gráu á svart þá skal ég alveg viðurkenna það að ég er fórnarlamb 21. aldarinnar. Eftir alla dramatíkina í gær þá var ég mjög þreytt og fór því beint upp á hótel, ég átti líka eftir að pakka en ég sofnaði bara ofan á stórum fatabing og gleymdi að taka linsurnar úr mér. Það er alltaf svolitið skrýtið að vakna með linsurnar í augunum og ég fékk annað hjartaáfallið þegar ég setti gleraugun á nebban. Ég allmörg augnablik helt ég að ég væri komin með skyndigláku. Öll form og allar útlínur í móðu. Aðra eins vitleysu hef ég ekki séð á minni ævi. Svona bókstaflega.....jæja en við erum öll komin til vits og ára þannig að á ögurstundu áttaði ég mig á því hvernig á málunum stóð og á augnabragði tók ég bara linsurnar út. PÍS OF KEIK!!!

Ég er sko ekki búin en fyrir nákvæmlega einni klukkustund áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt símanum mínum í Argentínu en við erum einmitt staddar í Chile núna. Ég að vanda fór í stórkostlegt tilfinningalegt uppnám, gat mig hvergi hrært og hringdi því í hana sigrúnu til að vera mér andlegur stuðningsmaður í öllum þessum óförum. Ég sat sem steypt við gólfið og vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga. Sigrún var sem betur fer með ráð undir rifi hverju og dulbjó sig sem undirritu' og hringdi í hið argentínska hótel. Sigrún sagðis svellköld heita Björk Níelsdóttir á meðan ég eigraði um herbergið í reiði-og vonleysi. Að sjálfsögðu eins og í öllum góðum sögum þá hlýtur þessi litla saga góðan endi. Ég fæ vonandi símann aftur ef suður-amerískt skipulag leyfir.......

yfir og út.....

Ekki er öll vitleysan eins....

Ófarir og hrakfarir virðast haldast hönd í hönd og koma yfirleitt í stórum hrinum. Öll gleðin bryjaði miðvikudagskvöldið 7. nóvember, hans verður minnst um aldur og ævi. Það voru tónleikar þetta kvöld í Buenos Aires og tíu ungar brassstelpur héldu tónleika með henni Björk vors og blóma. Það gengur oft mikið á á(?) tónleikum og í einum trylltum dansi stígur mín barasta bara ekki á hefti og það færði mér þá gleði að festast á stóru tánni, hægra megin NOTA BENE. (smáatriði eru mjög mikilvæg í þessum heimi)! ég er nú einu sinni hafnfirsk víkingastelpa, svo ég tók bara á honum stóra mínum og tosaði heftið út. Ekki tók betra við þegar um miðbik tónleikanna þá losnaði gormur á mínum ástkæra trompet þannig að nú voru góð ráð dýr. Já ég panikkaði smá en öll er von í óvon svo. ég er sko að tala vatnslosunarventilinn, hann er sem sagt ónýtur. Það var bara handaflið notað og ég með mínar bonzai hendur óneiósvei... varð bara að gjöra svo vel að teygja þér vel í allar áttir. ég kem bara með plástraðan trompet til baka. Á einhver heftir plástur.......HJÁLP!!!!!!AAAAAAAAHHHHHHHH.......

Svo til að bæta gráu á svart þá skal ég alveg viðurkenna það að ég er fórnarlamb 21. aldarinnar. Eftir alla dramatíkina í gær þá var ég mjög þreytt og fór því beint upp á hótel, ég átti líka eftir að pakka en ég sofnaði bara ofan á stórum fatabing og gleymdi að taka linsurnar úr mér. Það er alltaf svolitið skrýtið að vakna með linsurnar í augunum og ég fékk annað hjartaáfallið þegar ég setti gleraugun á nebban. Ég allmörg augnablik helt ég að ég væri komin með skyndigláku. Öll form og allar útlínur í móðu. Aðra eins vitleysu hef ég ekki séð á minni ævi. Svona bókstaflega.....jæja en við erum öll komin til vits og ára þannig að á ögurstundu áttaði ég mig á því hvernig á málunum stóð og á augnabragði tók ég bara linsurnar út. PÍS OF KEIK!!!

Ég er sko ekki búin en fyrir nákvæmlega einni klukkustund áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt símanum mínum í Argentínu en við erum einmitt staddar í Chile núna. Ég að vanda fór í stórkostlegt tilfinningalegt uppnám, gat mig hvergi hrært og hringdi því í hana sigrúnu til að vera mér andlegur stuðningsmaður í öllum þessum óförum. Ég sat sem steypt við gólfið og vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga. Sigrún var sem betur fer með ráð undir rifi hverju og dulbjó sig sem undirritu' og hringdi í hið argentínska hótel. Sigrún sagðis svellköld heita Björk Níelsdóttir á meðan ég eigraði um herbergið í reiði-og vonleysi. Að sjálfsögðu eins og í öllum góðum sögum þá hlýtur þessi litla saga góðan endi. Ég fæ vonandi símann aftur ef suður-amerískt skipulag leyfir.......

yfir og út.....