Maður er ekki fyrr kominn frá rigningunni heima þegar maður lendir hér í svoleiðis mígandi rigningu að ég veit ekki lengur í hvorn fótinn ég á að stíga.....ég var svo sniðug að koma bara með eitt skópar með mér og rúsínan í los pulsuendos ég tók enga sokka með....almáttugur hjálpi ekki endilega mér kannski frekar þeim sem standa mér næst.....
Það verður því fátt um ferðir á hina við frægu copacabana og ég efast stórlega að ég muni hitta stúlkuna frá Ipanema hérna á vappi. Ég má því með góðri samvisku kalla þetta sköll í fra Ipanema. Annars eru allir í góðu skapi og við látum ekki króníska skúri á okkur fá. Við erum náttúrulega svo hardcore píur að við köllum ekki allt ömmur okkar. Svo bara á leiðinni í vinnuna. Sándtékk á leiðinni minnir bara á einn góðan sautjánda.......
Bless á meðan
6 comments:
hahahahahahahahaha...er það eina sem eg hef að segja nuna
Ég átti að skila kveðju frá öllum heima
Mmm, Brasilía, rigning. Ég fæ bara "The Gentle Rain" á heilann við svona lestur.
Snilldar mynd af þér og Erlu!
ekki láta ykkur rigna alveg í kaf :D
...ok...Björk mín, THelma hér...það hlýtur að vera komin sól núna....það bara hlýtur að vera.....
Post a Comment