Saturday, November 17, 2007

Bara eins og Bítlarnir.....

Ég held að núna vitum við stelpurnar hvernig Bítlunum hafi liðið eftir tónleika. ég hef bara aldrei vitað annað eins. Eftir tónleikana í Chile þá hópaðist múgurinn að okkur. Það var nú eins gott að við vorum í brynvörðum bílum. Nei, annars ég veit ekkert um það. En þvílík fólksmergð safnaðist saman hljóp á eftir bílum um leikvanginn sem við spiluðum á, barði á rúðurnar, jafnvel reyndi að klifra upp á bílinn, allir nota bene með myndavélar. Svo þegar við loksins komumst útúr bílnum í búningsherbergin okkar þá var okkur undrastúlkunum hverri einni og einustu fagnað eins og kvikmyndastjörnum. ÉG vildi að þarna hefði verið rauður dregill. Ætli við fáum ekki smá sýnishorn af frægðinni. Mér fannst allur þessi hávaði, satt best að segja örlítið ógnvekjandi. Fólkið var næstum því búið að kasta sér á bílinn, ekki nóg með það þá komumst við varla áfram því það var svo mikið af fólki að hylla okkur.....

Nuna erum við salírólegar í Kólumbíu með hvít nef....nei djók.....Tónleikar á eftir..................svo langþráð heimferð..........tvær svefnlausar nætur..............get ekki beðið

No comments: