Tuesday, January 15, 2008

Allt á afturfótum...

Já við stúlkurnar komumst loksins á heilu og höldnu yfir hálfan hnöttin. Veit ekki hvursu mikið lengra Íslendingur góður kemst fra fósturjörðinni. En það tók sinn toll og tíma að sjálfsögðu. Það tóku kannski margir eftir því að á mánudaginn þa var mikil snjókoma og gott ef ekki eilítil hálka og vinur minn Norðanvinur, það fór allavega ekki fram hjá okkur stallsystrum í undrabrassinu. Því vegna veðurs máttum við dúsa á vellinum í 2 tíma,bíðandi þess að komast í flugvélina okkar. Þetta olli okkur að sjálfsögðu miklu hugarangri, vitandi að tíminn var ansi knappur til að ná næstu vél til Nýja Sjálands á Heathrow. Þegar við lentum í london höfðum við 30 mínutur til þess að hlaupa yfir á þar næsta terminal eins og það kallast á góðri ensku. En allt kom fyrir ekki. Þótt við hlupum eins og vindurinn, þá fóru listamannalungun að segja til sín eftir 120 metra. Það eina góða við Heathrow eru rúllubrautirnar en það var bara ekki nóg. Við þurftum þá að bíða í ca. 7 tíma til að ná næsta flugi til Nýja Sjálands og það eintóm gleði og ánægja. Sérstaklega í ljósi þess hve flugvallarstarfsmenn eru miklir öðlingar og hjálpsamlegt fólk sem hefur alltaf rétt fyrir sér. Jæja engin kergja á mínum bæ, þegar ég var vinsamlegast beðin um að athuga hvort trompetinn minn kæmist í handfarangurstjékkdolluna, mér fannst það ekki vinsamlegt. Sérstaklega í ljósi þess að það var básúnuleikkona sem stóð við hliðina á mér og gekk óáreitt gegnum þennan óskunda. Svo tók við 12 tíma flug til Hong Kong, stutt stopp, öll hersingin að sjálfsögðu sett aftur í öryggiskoðun og aftur hoppað í vel. Þá tók við annað 12 tíma flug og nú er ég komin. Er búin að sita í 24 tíma í sama sætinu og mér er í þessum skrifuðu orðum illt í rassinum.

Bæjó